- .
Endurnýjun á rafmagns heimtaugum fyrir Safamýri 40-56
Uppfært 24.4.2023: Veitur hafa nú lokið framkvæmdum að mestu og mun í maí ljúka frágangi á yfirborði.
Verkefnið:
Vinna er hafin vegna endurnýjun á rafmagns heimtaugum fyrir Safamýri 40-56. Eins og sumir hafa eflaust tekið eftir er myndarlegur götuskápur búinn að vera staðsettur fyrir utan innganginn við Safamýri 40 sem er bráðabirgðaviðgerð á heimtauginni. Nú er komið að varanlegri viðgerð á heimtauginni, sem og öðrum stigagöngum með sambærilegar heimtaugar.
Vegna þessara endurnýjunar, verður skurður grafinn frá aðliggjandi götuskápum í hvern stigagang fyrir sig. Rafvirkjar eru þegar byrjaðir að undirbúa lagningu heimtaugar innandyra. Rafmagnslaust verður þegar ný heimtaug verður tengd. Tilkynning mun berast íbúum þegar nær dregur tengidögum. Reiknað er með að hægt sé að ljúka tengingum öðru hvoru megin við páskana og yfirborðið lagfært í framhaldinu.
Tímaáætlun:
Frá miðjum febrúar fram í miðjan apríl 2023
Verkefnastjóri Veitna:
Bóas Eiríksson
Verktaki:
Alson