- .
Tenging fyrir svæði í uppbyggingu.
Uppfært 16.2.2024: Því miður hefur ekki tekist að klára verkið á tilsettum tíma. Stefnt er að því að opna aftur fyrir umferð í byrjun næstu viku.
Verkefnið: Tenging fyrir uppbyggingu á svæðinu við veitukerfið. Grafinn verður skurður og botnlanginn þveraður á þessum stað. Hvorki þarf að taka rafmagn né vatn af svæðinu á meðan vinnu stendur. Gengið verður frá yfirborði, þó vissulega megi búast við að vetrarveður geti tafið fyrir endanlegum yfirborðsfrágangi. Veitur munu ganga endanlega frá þegar veður leyfir.
Tímaáætlun: Ein vika í febrúar 2024.
Vinnusvæði: Hornið við Hallgerðargötu 1 og Borgartún.
Umsjón með verkinu: Sigurveig Erla Þrastardóttir og Styrmir Dan Steinunnarson hjá Veitum.