Barón­stígur, Stór­holt, Skeggja­gata og Eiríks­gata, Reykjavík

- .

Veitur endurnýja rafstrengi

Smelltu hér til að sjá stærri mynd

Verkefnið: Veitur endurnýja háspennu og lágspennu strengi rafmagns. Verið er að bregðast við bilunum og almennu viðhaldi.

Rafstrengir liggja grunnt í jörðu, miðað við aðrar lagnir Veitna, og skurðir eru sjaldan opnir lengi. Þó má búast við að einstaka holur verði opnar lengur, en það eru tengiholur sem gera starfsfólki kleift að loka öðrum skurðum áður en endanleg tenging inn á kerfið er gerð.

Vinnusvæðin eru fjögur:
Ath. þetta er ekki tímaröð, þó fyrst verði unnið við Stórholt.

Stórholt á milli Rauðarárstígs og Þverholts

Eiríksgata 9-23

Barónstígur, frá Bergþórugötu að Grettisgötu

Skeggjagata 1-15 og tengihola handan Snorrabrautar til móts við Skeggjagötu


Tímaáætlun: 4. júlí til 10. október 2023. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir 18.nóvember.

Uppfært 27.12.2023: Framkvæmdum er lokið og verið að leggja lokahönd á yfirborðsfrágang. Gera má ráð fyrir að einhver hluti frágangs á yfirborði bíði þar til hlýnar.

Uppfært 28.9. Vinna er hafin í Skeggjagötu og fljótlega verður einnig unnið við Snorrabraut. Gera má ráð fyrir að þessum hluta verksins ljúki um miðjan nóvember. Á Barónstíg kom við bilanaleit meiri skemmdir en í fyrstu var talið og mikilvægt að gera við þá strengi. Því verður unnið við Barónstíg þar til fyrstu vikuna í nóvember.

Veitur munu ganga frá yfirborði að verki loknu eins vel og veðurfar leyfir en endanlegum frágangi á yfirborði verður lokið sumarið 2024.

Verkefnastjóri Veitna: Bóas Eiríksson

Verktaki: Alson ehf

Umsjónarmaður framkvæmdar: Ársæll Freyr Hjálmsson

Hvernig getum við aðstoðað þig?