Dælu­stöð fráveitu í Skelja­nesi

- .

Óhreinsað skólp rennur tímabundið í sjó

Verkefnið: Stjórnbúnaður skólpdælna í dælustöð fráveitu verður endurnýjaður.

Neyðarlúga mun opnast þann 4. desember svo hægt sé að tengja nýjan búnað við dæluna.

Neyðarlúgur fráveitu eru til þess gerðar að skólp flæði ekki inn í híbýli fólks ef dælustöðvar bila eða stöðvast.

Fylgst verður með ströndinni og hún hreinsuð.

Tímaáætlun: 4.-7. desember 2023

Verkefnastjóri: Brynhildur Sigurðardóttir

Verktaki: Rafal

Uppfært 8.12.2023: Vinnu er lokið í dælustöðinni og neyðarlúgan er nú lokuð. Vegna bilunar í fráveitusjá Veitna hefur staðan ekki uppfærst síðan þann 5. des og er það miður. Unnið er að lagfæringu.

Hvernig getum við aðstoðað þig?