- .
Veitur í samvinnu við Reykjavíkurborg munu endurgera gatnamót og lagnir hitaveitu
Reykjavíkurborg í samvinnu við Veitur munu endurgera gatnamót Bústaðavegar og Háaleitisbrautar í júlí 2023. Á sama tíma munu Veitur endurnýja hitaveitulagnir. Umferðarljós og gatnalýsing verða endurnýjuð ásamt umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingum.
Júlí mánuður hentar best m.t.t. umferðarflæðis til að loka Háaleitisbraut neðan Bústaðavegar til að leggja hitaveitulagnir.
Framkvæmdin er á vegum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar í samvinnu við Veitur. Undirbúningur framkvæmda er þegar hafinn.
Loka þarf umferð í júlí um Háaleitisbraut neðan Bústaðavegar meðan hitaveitulagnir eru endurnýjaðar. Hjáleiðir verða um Áland og Eyrarland og/eða Fossvogsveg á meðan. Að öðru leyti verður opið fyrir umferð um svæðið.
Aðkoma neyðarbíla að LSH Fossvogi verður greið allan framkvæmdatímann.
Framkvæmdir valda alltaf einhverju raski hjá íbúum nærliggjandi húsa. Reynt verður eins og kostur er að halda raski í lágmarki en óhjákvæmilega verður eitthvað ónæði af framkvæmdinni fyrir íbúa.
Nánar um framkvæmdina á vef Reykjavíkurborgar.
Bústaðavegur - Háaleitisbraut
Stefnt er á júní - ágúst.
Hörður J. Harðarson
Stjörnugarðar ehf