Suður­gata Akra­nesi

- .

Endurnýjun lagna

Verkefnið: Verkið skiptist í tvo verkáfanga og hverjum verkáfanga verður skipt í tvo verkhluta. Fyrri áfangi er í Suðurgötu en þar verða lagðar nýjar heimæðar að nýjum lóðum ásamt tilheyrandi jarðvinnu og ýmsum breytingum til styrkingar á stofnlögnum.

Vinnu við Suðurgötu verður skipt í tvo verkhluta en byrjað verður á milli Mánabrautar og Merkigerðis og seinni hluti frá Merkigerði og að Skagabraut.

Seinni áfangi framkvæmdar er í stíg milli Skagabrautar og Háholts en þar verða endurnýjaðar veitulagnir. Fráveitulögn sem liggur undir stígnum er skemmd og þarf að endurnýja hana, aðrar lagnir verða einnig endurnýjaðar samtímis. Yfirborð verður lagfært eftir lagnavinnu.

Staðsetning:

Suðurgata og stígur á milli Háholts og Skagabrautar

Verkefnastjóri Veitna:

Sveinbjörn Hólmgeirsson

Verktaki:

Stéttafélagið ehf.

Umsjónarmaður framkvæmdar:

Anna María Þráinsdóttir (Verkís)

Hvernig gengur?

Uppfært 11.01.2023: Við gröft í Háholti kom í ljós slæmt ástand á fráveitu og þurfti að færa verkmörk töluvert í átt að Kirkjubraut og endurhanna þurfti lagnir. Því færðist töluverður þungi framkvæmdarinnar í Háholt sem ekki hafði verið gert ráð fyrir, og olli það töfum í Suðurgötu, áfanga 1. Lagðar voru nýjar lagnir og heimæðar endurnýjaðar og blandlögn skólps og regnvatns aflögð. Lögð var ný skólplögn og regnvatnslögn sem einnig var lögð í göngustíg á milli Háholts og Skagabrautar. Stöðva þurfti framkvæmdir í um það bil 3 mánuði við Suðurgötu vegna endurhönnunar lagna. Upphaflega var gert ráð fyrir tveimur áföngum en Akranesbær og Veitur ákváðu að færa verkmörk að Skagabraut sökum þess hversu bágborið ástand var á lögnum sem og steypt yfirborð Suðurgötu. Þá verður vatnsveitulögn endurnýjuð og gömul asbest lögn aflögð.

Verkinu í Suðurgötu er nú skipt í fjóra áfanga. Áfangi 1 sem nú er lokið náði frá Mánabraut og að Merkigerði. Áfangi 2 sem nú stendur yfir nær frá Merkigerði og að Suðurgötu 117. Áfangi 3 er frá Suðurgötu 117 og að Skagabraut. Áfangi 4 er þverun Skagabrautar til að tengja saman lagnir frá Suðurgötu og lagnir í stíg á milli Skagabrautar og Háholts.

Gert er ráð fyrir að áfanga 2 ljúki um mánaðarmótin febrúar/mars 2023, áfanga 3 verði lokið um mánaðarmótin maí/júní 2023 og áfanga 4 verði lokið um miðjan júní 2023.

Upphaflega var gert ráð fyrir því að uppgrafin jarðveg væri hægt að endurnýta en svo reyndist ekki vera þar sem burðarhæfni reyndist ekki fullnægjandi og því hefur þurft að keyra burt jarðveg og flytja á staðinn burðarhæft efni.

Frostakafli síðustu vikur hefur orðið þess valdandi að ekki hefur verið hægt að vinna í vatnslögnum frá 15.12. Ef veður setur ekki frekari strik í reikninginn má reikna með að fyrrnefndar dagsetningar standist.

Hvernig getum við aðstoðað þig?