Hafn­ar­braut og Kárs­nes­braut

- .

Verið er að endurnýja hitaveitulagnir og raflagnir í Hafnarbraut og Kársnesbraut til þess að styrkja dreifikerfi hitaveitu og rafveitu á Kársnesinu.

Smelltu hér til að sjá stærri mynd

Verkefnið: 

Endurnýjun hitaveitulagna og raflagna í Hafnarbraut og Kársnesbraut til þess að styrkja dreifikerfi hitaveitu og rafveitu á Kársnesinu. Lagnir í Hafnarbraut verða endurnýjaðar árið 2021 en lagnir í Kársnesbraut verða endurnýjaðar árið 2022-2023.

Tímaáætlun: 

Uppfært 15.6.2023: Áætluð lok verksins, með öllum yfirborðsfrágangi, eru haustið 2023.

Verkefnastjóri Veitna: Ingimar Guðmundsson

Samskipti annast: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu

Verktaki: Klapparverk

Umsjónarmaður framkvæmdar: Baldvin Jónbjarnarson 


Hvernig gengur:

Uppfært 25.9.2023: Á næstu dögum verður lokað fyrir aðra akrein á Vesturvör, við númer 7 og 9, vegna vinnu í lögnum sem liggja þar í götunni. Gangstétt verður ekki aðgengileg á meðan og hjáleið verður sett upp. Áætlað er að vinna í þessum hluta verksins taki um tvær vikur. Þá hefst vinna við frágang á yfirborði, en endanlegur frágangur á því veltur að einhverju leyti á veðurfari í haust. Veitur munu þó við fyrsta tækifæri ganga endanlega frá yfirborði á framkvæmdasvæðinu öllu.

Uppfært 11.7.2023: Við höldum àfram framkvæmdum vegna endurnýjar á hitaveitulögnum og raflögnum. Fyrirhugað er að grafa í sundur Kársnesbraut milli húsa 87 og 89 og hefjast þær framkvæmdir á fimmtudagsmorgun. Á meðan á framkvæmdunum stendur verður Kársnesbraut botnlangi frá Vesturvör að húsi nr. 87 og einnig frá Norðurvör að húsi nr. 89. Stefnt er að því að opna aftur föstudaginn 28 júlí.

Uppfært 26.6.2023: Á næstu dögum verður haldið áfram að grafa eftir gangstéttinni framan við húsin við Kársnesbraut 87, 89 og 91. Þar verða settar brýr við innkeyrslur.

Uppfært 14.6.2023: Framkvæmdir eru að hefjast að nýju við Kársnesbraut. Á næstunni verður gegnið frá yfirborði þar sem búið er að tengja og loka skurðum. Þá verður einnig haldið áfram endurnýjun að Kársnesbraut 89. Þar sem innkeyrslur þarf að þvera verða settar upp akbrýr til að tryggja aðgengi, en vissulega verður þrengra um.  

Kársnesbrautin verður þveruð og henni þarf  að loka í nokkra daga og hjáleiðir settar upp.  

Þegar því er lokið er farið niður litlu götuna að Vesturvör. Þetta verður unnið í áföngum svo rask verði sem minnst. Það er mikil klöpp á svæðinu sem þarf að brjóta (fleyga) og því fylgir óneitanlega töluvert ónæði, því miður. Veitur leggja mikla áherslu á að öryggi vegfarenda, íbúa og starfsfólks sé tryggt og að framkvæmdin gangi hratt og örugglega fyrir sig.  


Uppfært 2.6.2023: Næsti áfangi framkvæmda mun hefjast á næstunni. Þá verður grafið frá Kársnesbraut niður litlu götuna á milli nr. 84 og 86 og niður á Vesturvör.

Uppfært 13.2.2023: Framkvæmdir á Kársnesbraut hafa tafist miðað við upphaflega áætlun, fyrst vegna tímafrekrar og flókinnar jarðvinnu og nú vegna mikillar kuldatíðar.

Það er forgangsatriði hjá okkur að loka opna skurðinum við Kársnesbraut 79-85. Til þess að hægt sé að klára vinnu í þeim skurði þurfa að vera ásættanleg veðurskilyrði yfir nokkra daga, þá þarf hitaspá að vera yfir frostmarki og vindaspá nógu góð svo hægt sé að sjóða saman og ganga frá hitaveitulögnum. Eftir að vinna getur hafist að nýju þá áætlum við að það taki u.þ.b. 3 vikur að loka þeim skurði og ganga frá yfirborði.

Viðeigandi merkingar sem kynna hjáleiðir gangandi og akandi vegfarenda hafa verið settar upp á svæðinu til að auka aðgengi og tryggja öryggi. Búið er að opna fyrir innkeyrslu inn á Kársnesbraut við Vesturvör til að auka aðgengi fyrir íbúa og setja upp nýja ökubrú fyrir Kársnesbraut 79.

Því miður getum við ekki sagt nákvæmlega hversu langan tíma heildarverkið mun taka, því það fer eftir veðurskilyrðum og frosti í jörðu. Við erum stöðugt að skoða leiðir til þess að stytta verktímann en áætlað er að verki verði að fullu lokið um mitt sumar 2023.

Markmið okkar er að tryggja öllum íbúum Kársnesbrautar heitt vatn og rafmagn til framtíðar.

Uppfært 11.11.2022: Vinna við Hafnarbraut er nú lokið og nú er verið að vinna í Kársnesbraut. Mánudaginn 14. nóvember mun fleygvinna hefjast framan við hús nr.81-85 í Kársnesbraut vegna vinnu við endurnýjun á hitaveitu og rafmagni. Vinna við fleygun mun standa yfir með hléum út vikuna. Viðeigandi merkingar sem kynna hjáleiðir gangandi og akandi vegfarenda verða settar upp á svæðinu  og gera má ráð fyrir aukinni umferð vinnuvéla og öðru raski á meðan framkvæmdunum stendur.  

_________________________________

Uppfært 03.10.2022: Framkvæmdin mun lengjast til áramóta 22/23. Ástæðan fyrir því er að á þessum stað fannst mikil klöpp sem þarf að fleygja. 

Hvernig getum við aðstoðað þig?