Víði­holt, Álfta­nesi

- .

Veitur tengja nýbyggingar við heitt og kalt vatn

Um verkefnið: Veitur tengja nýbyggingar í Víðiholti á Álftanesi við heitt og kalt vatn. Á framkvæmdatíma mun þurfa að þvera Breiðumýri í örfáa daga til að tengja við lagnir sem þar eru.

Verkefninu er skipt í tvo áfanga, en er að mestu leyti innan athafnasvæðis byggingaverktaka.

Uppfært 12.4.2024: Á næstunni verður unnið meðfram Breiðamýri. Hana þarf að þvera á þremur stöðum og hvern þeirra í um fimm daga, en ekki samtímis.

Uppfært 25.3.2024: Allar lagnir hafa verið lagðar í 15 af 20 raðhúsum. Gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki að mestu í apríl. Þá hefst vinna við stofnlagnir frá Birkiholti meðfram Breiðumýri að Víðiholti. Áætlað er að þeim framkvæmdum ljúki um miðjan ágúst 2024.

Vinnusvæði: Víðiholt á Álftanesi auk Breiðumýri á stuttum kafla.

Tímaáætlun:

Áfanga 1 lýkur í janúar 2024

Áfanga 2 lýkur um miðjan ágúst 2024

Verkefnastjóri Veitna: Kolbeinn Björgvinsson

Verktaki: Þróttur ehf

Eftirlitsaðili fyrir hönd Veitna: Rúnar Gísli Valdimarsson, Mannvit

Hvernig getum við aðstoðað þig?