Ármúli 5-10, Reykjavík

- .

Veitur endurnýja strengi og uppfæra dreifistöð rafmagns

Veitur leggja nýja rafstrengi og tengja við dreifistöð. Unnið verður í innkeyrslu og bílastæðum á milli Ármúla 5 og 7. Innkeyrslan mun lokast í 2-3 daga á meðan vinnu stendur.

Áætlað er að vinnan taki um eina viku. Veitur ganga frá yfirborði að verki lokun og lögð er áhersla á öryggi vegfarenda og starfsfólks.

Veitur endurnýja lagnir til að tryggja öllum íbúum og viðskiptavinum nauðsynlega innviði og lífsgæði til framtíðar.

Uppfært 2.8. 2024: Verkinu er að mestu leyti lokið, en þó er ein hola enn opin og verið að leggja lokahönd á uppfærslu búnaðar í dreifistöðinni.
Uppfært 13.5.2024:
Því miður hafa framkvæmdir tafist töluvert og verkið hefur stækkað frá upphaflegri áætlun. Ástæðan fyrir því er m.a. sú að þarna er töluverð klöpp undir sem þurfti að vinna á. Núverandi áætlun gerir ráð fyrir að verkið klárist í byrjun júní. Unnið verður beggja megin götu, þó ekki samtímis, í gangstétt.
Ný tímaáætlun gerir ráð fyrir að vinnu ljúki í vikunni 3.-7. júní. Gengið verður frá yfirborði að verki loknu, þó endanlegur frágangur gæti beðið einhvern tíma.

Umsjón með verki: Sigurveig Erla Þrastardóttir, leiðtogi rafveitu.

Hvernig getum við aðstoðað þig?