Iðju­mörk, Reykja­mörk og Aust­ur­mörk, Hvera­gerði

- .

Veitur leggja tvöfalt hitaveitukerfi

Um verkefnið: Veitur uppfæra dreifikerfi hitaveitu og leggja tvöfalt kerfi í stað þess sem fyrir er. Það er annars vegar einfalt kerfi hitaveitu og hins vegar gufuveitu á staðnum. Míla leggur fjarskiptalagnir á sama tíma.

Veitur munu setja upp þann búnað sem viðskiptavinir þurfa til að nýta tvöfalda kerfið. Heimlagnir inn til íbúa verða auk þess endurnýjaðar og þá þarf að grafa inn að húsum.

Í Austurmörk eru lagnir í götunni sjálfri og henni lokað á þeim stað á meðan.

Hitaveitulagnir eru í gangstéttinni en þvera götuna á þremur stöðum í stuttan tíma og Iðjumörk verður lokað fyrir bílaumferð þar á meðan því stendur. Aðgengi íbúa verður tryggt allan tímann, þó um tíma eingöngu gangandi og hjólandi umferð.

Framkvæmt verður í áföngum í þessari röð:

1. Austurmörk og Reykjamörk að Iðjumörk

2. Iðjumörk og Reykjamörk þveruð

Uppfært 7.11.2024: Frágangur og tengingar við hús eru í fullum gangi og gengur vel. Lokadagsetning er seinna en áætlað var, en engar takmarkanir á umferð eru eftir.
Uppfært 17.10.2024:
Framkvæmdir ganga vel og gert er ráð fyrir að þeim ljúki á tilsettum tíma þrátt fyrir að upphafið hafi verið seinna en áætlað var. Skurður í gangstétt í Iðjumörk verður fylltur í vikulokin og þá er eftir að tengja einstaka hús við nýjar lagnir. Veitur ganga frá öllu yfirborði að verki loknu.

Tímaáætlun: 2. september til 5. nóvember

Vinnusvæði: Austurmörk frá gatnamótum við Reykjamörk meðfram Austurmörk 17 og Iðjumörk yfir götuna í Reykjamörk.

Verkefnastjóri Veitna: Sigríður Sif Magnúsdóttir

Samskipti varðandi framkvæmdina: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna

Verktaki: Sportþjónustan

Eftirlitsaðili: Hilmar Karl Arnarsson hjá Verkís

Hvernig getum við aðstoðað þig?