Um verkefnið: Hitaveitulagnir verða lagðar á 600 metra kafla við Ásbraut í Hafnarfirði og 1300 metra frá Áslandi að Hamranesi. Tilgangurinn er að styrkja dreifikerfi hitaveitunnar á svæðinu með hringtengingu til að tryggja ört fjölgandi íbúum á svæðinu heitt vatn fyrir veturinn 2024-25.
Veitur munu hefja framkvæmdir við Ásbraut. Settar verða upp hjáleiðir þar sem þörf krefur og áhersla lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks. Að framkvæmd lokinni verður gengið frá yfirborði.
Uppfært 15.11.2024: Vegna veðurs var ekki hægt að tengja nýjar lagnir í dag, en það verður gert við fyrsta tækifæri. Íbúar gætu orðið fyrir aðeins minni þrýstingi á meðan, en enginn verður heitavatnslaus. Þegar tengingum er lokið verður gengið frá skurðum og holum og gengið frá yfirborði eins vel og veður leyfir.
Uppfært 22.10.2024: Búið er að leggja lögnina alla leið en skurðurinn er opinn áfram þar til hægt verður að tryggja að lögnin geti þanið sig með heitu vatni.
Við Ásbraut eru ennþá holur opnar sem notaðar verða til að tengja nýja lögn. Á seinni stigum þarf að þvera Ásbraut í stuttan tíma til að hægt sé að tengja þar. Það verður tilkynnt sérstaklega
Uppfært 18.9.2024: Vinna er á áætlun og gengur vel. Við Ásbraut eru tvær holur opnar ennþá og verða það eitthvað áfram. Ástæðan fyrir því er að þannig er hægt að tengja nýjar lagnir um leið og það er gert á öðrum stöðum og loka fyrir heita vatnið einu sinni, en ekki oftar.
Opinn skurður er nú langleiðina að Stuðlaskarði frá Áslandi 4 og unnið við lagnir á því svæði. Þverun við Stuðlaskarð verður malbikuð í dag.
Á öðrum stöðum í framkvæmdinni er verið að klára frágang á lögnum og undirbúa næstu skref.
Uppfært 4.9.2026: Vinna hefst í vikunni við að grafa frá Stuðlaskarði til vesturs að Nóntorgi. Ásbraut verður þveruð á næstunni til að tengja lagnir þar og er það síðasti hluti verksins þeim megin.
Uppfært 24.6.2024: Í vikunni verður Suðurhella lokuð við hringtorgið Hvannatorg til að hægt sé að leggja hitaveitulögnina þar. Opnað verður aftur í lok vikunnar. Hjáleiðir verða settar upp.
Uppfært 21.5.2024: Framkvæmdir eru að hefjast nú þegar lokahönnun liggur fyrir. Á mynd sést framkvæmdasvæðið. Áætluð verklok eru desember 2024.
Athugasemd 8.4.2024: Endanlega hönnun er í vinnslu og því skal taka mynd af vinnusvæði með fyrirvara þar sem hún er einungis til viðmiðunar. Það sama gildir um tímaáætlun.
Vinnusvæði: Við Ásbraut og frá Áslandi að Hamranesi.
Tímaáætlun: Júní til desember 2024. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir að vinna hefjist síðari hluta maí.
Verkefnastjóri Veitna: Sigurður Rúnar Birgisson
Samskipti: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna