Soga­vegur, Reykjavík

- .

Endurnýjun á stofnlögn vatnsveitu

Um verkefnið: Yfirborð verður rofið við báða enda vinnusvæðisins. Þar verður grafið niður á vatnslögn við hitaveitustokkinn og lögnin fóðruð. Vatnsveitulögnin er stofnlögn frá 1960.

Hitaveitustokknum verður ekki raskað.

Verkefnið er hluti af nýsköpun hjá Veitum þar sem lagnir eru fóðraðar í stað þess að grafa þær upp og skipta þeim alveg út fyrir nýjar lagnir. Fóðrun eykur líftíma lagna.

Sérfræðingur frá Noregi kemur til landsins að aðstoða Veitur við fóðrun.

Uppfært 29.7.2024: Vinna við fóðrun er að hefjast í dag. Gera má ráð fyrir einhverju ónæði á meðan því stendur, eða fram að helgi. Fóðrun er hluti af skurðlausum lausnum sem eru mun betri fyrir umhverfið, en framkvæmdir á þessu svæði með skurðum væru annars allt að fjögurra mánaða vinna.
Vinnusvæði:
Við hitaveitustokkinn milli Sogavegar og austan við hverfið.

Tímaáætlun: Júlí og ágúst 2024

Verkefnastjóri: Sigríður Sif Magnúsdóttir

Samskipti: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna

Verktaki: Almaverk

Hvernig getum við aðstoðað þig?