Fitjar/Hrauns­holt, Garðabær

- .

Endurnýjun á hitaveitulögn

Um verkefnið: Göngustígur liggur ofan á hitaveitustokk en í honum er lögn sem gaf sig nýlega og sýndi að hún er komin á tíma fyrir endurnýjun. Til að tryggja öryggi á svæðinu og afhendingu á heitu vatni þarf að leggja nýja lögn við hlið stokksins.

Hitaveitulögnin flytur heitt vatn m.a. fyrir Ásahverfi og Álftanes. Hún er mikilvæg til að tryggja íbúum nauðsynlega innviði. Ítrekaðar bilanir á þessum legg gera það að verkum að það verður að endurnýja hana til lengri tíma. Slík lausn til framtíðar verður þó ekki tilbúin fyrir komandi vetur og því þarf að setja í forgang að leggja lögn sem mun sinna hlutverkinu næstu árin.

Til að tryggja öryggi vegfarenda verður göngustígnum lokað allan framkvæmdatímann. Þarna verða stórar vinnuvélar á ferð og til að koma í veg fyrir að börn og aðrir gangandi vegfarendur stytti sér leið um framkvæmdasvæðið verður það afgirt. Stóran hluta verktímans verður hægt að þvera göngustíginn þar sem gatnamót hans eru við hraunið.

Verktaki mun hafa afnot af grasbletti við göngustíginn þar sem lagnir og tæki verða geymd.

Loka þarf Garðafit við grasblettinn (sjá mynd) á meðan verktaki kemur lögnum á athafnasvæðið. Það mun taka einn til tvo daga og á meðan verður gangandi umferð beint á götuna fram hjá svæðinu. Þá þarf að loka til að tryggja öryggi þeirra. Leitast verður við að hafa lokun sem stysta og utan háannatíma.

Veitur munu ganga frá öllu yfirborði að verki loknu, en vetrarveður getur þó frestað endanlegum frágangi til vors. Loka þarf göngustígnum í gegnum Garðahraun sem þverar hitaveitustokkinn í nokkra daga. Við munum setja upp skilti sem sýnir hjáleið þegar þar að kemur.

Uppfært 12.11.2024: Nýja hitaveitulögnin er komin í fullan rekstur og þessa dagana er verið að ganga frá yfirborði. Vetrarveður hefur vissulega áhrif á endanlegan yfirborðsfrágang en Veitur leggja sig fram um að ganga vel og snyrtilega frá, jafnvel þó það sé til bráðabirgða þar til vorar.

Uppfært 18.10.2024: Vinnu miðar vel áfram. Það mun ekki koma til þess að loka þurfi göngustígnum í gegnum Garðahraun þar sem önnur lausn fannst á þeim stað.

Vinnusvæði: Göngustígur Við Fitjar/Hraunholt á hitaveitustokki frá Hraunhólum að íþróttasvæði Garðabæjar við Stekkjarflöt og grasblettur milli Garðafitjar og göngustígs.

Tímaáætlun: Október til loka nóvember 2024.

Verkefnastjóri Veitna: Pétur Wilhelm Jóhannsson

Samskipti varðandi framkvæmdina: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna

Verktaki: Sigursteinn ehf.

Eftirlit: Halldór Þórður Oddsson hjá Veitum

Hvernig getum við aðstoðað þig?