Vatnsvernd
Stærsta ábyrgðin sem við hjá Veitum berum er að gæta vatnsbólanna sem okkur er trúað fyrir, nýta þau með sjálfbærum hætti og koma þessari lífsnauðsyn heim í öll hús.
Þetta kemur allt með kalda vatninu. Veitur sækja neysluvatn sitt í 13 vatnsból víða á höfuðborgarsvæðinu en einnig á suður- og vesturlandi. Helstu vatnsbólin eru Gvendarbrunnar, Myllulækur, Jaðar og Vatnsendakriki. Vatninu er safnað í tanka og dælustöðvar og er síðan dælt til viðskiptavina Veitna.
Vatsnvernd
Vatnsvernd