Endurnýtum afgangsolíuna úr eldhúsinu og verndum lagnir heimilisins.
Endurnýtum orkuna úr eldhúsinu. Komum afgangsolíu á Sorpu og verndum lagnirnar okkar í leiðinni.
Kynningarmyndband
Vissir þú að olía á ekki heima í eldhúsvaskinum? Hún getur valdið stíflum í lögnunum þínum.
Öll olía sem við notum í eldhúsinu býr yfir orku sem hægt er að endurnýta: steikingarolía, afgangar í ostakrukkum og djúpsteikingarfeiti.
Besti kosturinn er að safna olíunni á flöskur og koma þeim á næstu endurvinnslustöð Sorpu, sem sér um að gefa orkunni sem býr í olíunni framhaldslíf.
Látum orkuna í eldhúsinu ekki fara til spillis heldur komum henni á Sorpu og verndum lagnirnar okkar í leiðinni.
Matarolían fer í innlenda endurvinnslu til Orkey og úr henni búinn til lífdísill, sem er síðan notaður sem íblöndunarefni og orkugjafi á íslensk fisveiðiskip. Matarolían er fyrirtaks endurvinnsluefni. Þetta er mikilvægt verkefni fyrir hringrásarhagkerfið og einnig fyrir fráveitukerfið og lagnir í húsum.