Í gær var viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2024 haldin hátíðleg. Við erum virkilega stolt að segja frá því að í ár voru Orkuveitan, Veitur og Carbfix meðal þeirra fyrirtækja sem hlutu Jafnvægisvogina 2024 fyrir framúrskarandi árangur í að jafna kynjahlutföll í framkvæmdastjórnum fyrirtækjanna.
Í gær var viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2024 haldin hátíðleg. Við erum virkilega stolt að segja frá því að í ár voru Veitur, Orkuveitan og Carbfix meðal þeirra fyrirtækja sem hlutu Jafnvægisvogina 2024 fyrir framúrskarandi árangur í að jafna kynjahlutföll í framkvæmdastjórnum fyrirtækjanna.
Jafnvægisvogin, sem er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) hefur það að markmiði að virkja sem flest íslensk fyrirtæki til að stefna að því að ná 40/60 kynjahlutfalli í framkvæmdastjórn og viðurkenninguna hljóta þau fyrirtæki þar sem 40% stjórnenda eru kvenkyns.
Veitur leggja mikla áherslu á að gæta jafnréttis milli starfsfólks fyrirtækisins meðal annars með því að vinna markvisst að því að ná jafnvægi og fjölbreytni í kynjahlutfalli framkvæmdastjórna og á vinnustaðnum í heild sinni. Við erum stolt af því að fá þessa viðurkenningu og vera hluti af þeim flottu fyrirtækjum sem hafa náð sama árangri.
Brynja Ragnarsdóttir, forstöðukona Þjónustu Veitna, tók á móti viðurkenningunni, ásamt Ernu Sigurðardóttur, mannauðsleiðtoga hjá Orkuveitunni og Völu Jónsdóttur, sviðsstjóra menningar og samfélags hjá Carbfix.
Daði Jóhannesson og Hrefna Haraldsdóttir eru nýir deildarstjórar hjá Veitum.
Við fengum þann mikla heiður í vikunni að fá að taka á móti tveimur dómurum frá Evrópsku þjónustuverðlaununum ECCCSA (European Contact Centre and Customer Service Awards).