Þetta eru afar jákvæðar fréttir enda hefur verið nokkur umræða um skort á heitu vatni undanfarið. Vegna aukinnar notkunar þurfum við að finna leiðir til að framleiða meira heitt vatn sérstaklega með sívaxandi byggð á höfuðborgarsvæðinu í huga.
Einn liður í því er þessi borholuhvíld en nú erum við að hvíla borholurnar í lengri tíma en gert hefur verið áður. Við stefnum að því að hvíla þær frá júní fram í september eða eins lengi og við treystum okkur til.
Þetta bæði eykur sjálfbærni jarðhitavinnslunnar og lengir líftíma lághitasvæðanna.
Veitur héldu sitt fyrsta Nýsköpunarfestival 3.-5. júni þar sem hópur skapandi fólks tókst á við áskoranir í orku- og veitumálum.
Veitur leggja áherslu á að vel er hægt að samræma útivist og vatnsvernd í Heiðmörk. Við viljum að Heiðmörk verði áfram útivistarparadís þar sem fólk nýtur sín í skjóli trjánna. Við viljum bæta aðgengi og aðstöðu fyrir útvist í Heiðmörk í samvinnu við sveitarfélögin og almenning með verndun vatnsins í forgrunni.