Útleysing varð á öllum vélum í Nesjavallavirkjun Orku náttúrunnar í morgun. Orsök bilunarinnar er óljós en unnið er að greiningu og viðgerð. Þetta gæti haft áhrif á afhendingu heits vatns til viðskiptavina Veitna. Við munum upplýsa hér þegar nýjar upplýsingar berast.
Uppfært kl. 14:00
Unnið er að viðgerð. Enn er of snemmt að segja til um hvort bilunin muni hafa áhrif á viðskiptavini á höfuðborgarsvæðinu. Veitur hafa brugðist við með að nýta tiltækan forða til að tryggja afhendingu heits vatns til viðskiptavina.
Uppfært kl. 16:00
Hluti þeirra véla sem sjá um framleiðsluna eru komnar aftur af stað en virkjunin er ekki á fullum afköstum. Vegna þessa biðjum við fólk um að fara sparlega með heita vatnið á meðan á viðgerð stendur.
„Það sem við eigum við þegar við hvetjum fólk til þess að fara sparlega með vatnið er ekki að fólk sleppi því að fara í sturtu. Fyrst og fremst skiptir máli að fólk reyni að halda varmanum inni í húsum sínum og sé ekki með glugga opna að óþörfu eða láti renna í pottinn á meðan á viðgerðinni stendur,“ segir Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna.
Þá hafa Veitur einnig haft samband við sína stærstu viðskiptavini sem eru á skerðanlegum töxtum og biðlað til þeirra að lágmarka heitavatnsnotkun eins og unnt er. Þetta eru þeir viðskiptavinir sem kaupa heitt vatn á afslætti gegn því að þegar ástand líkt og hér um ræðir skapast, hafi Veitur heimild til skerðinga.
„Við erum að reka tvær hitaveitur á höfuðborgarsvæðinu og það er hlutverk okkar að gera allt sem við getum til þess að halda þeim í jafnvægi. Að biðla til fólks um að minnka notkun og halda hitanum inni er liður í því að tryggja þetta jafnvægi.“
Uppfært kl. 19:00
Nesjavallavirkjun er nú aftur komin ì fulla framleiðslu en enn er verið að greina orsök bilunarinnar. Tilmæli um að fara sparlega með vatnið eru enn í gildi.
Uppfært kl. 21.30
Nesjavallavirkjun er aftur komin ì fulla framleiðslu en enn er verið að greina orsök bilunarinnar. Vonast er til að við getum aflétt skerðingum og tilmælum um að spara heita vatnið snemma í fyrramálið.
Uppfært kl. 12.00 /10. október.
Nesjavallavirkjun vinnur nú á fullum afköstum eftir bilun. Skerðingum og sérstökum tilmælum um að fara sparlega með heita vatnið hefur verið aflétt.
Daði Jóhannesson og Hrefna Haraldsdóttir eru nýir deildarstjórar hjá Veitum.
Við fengum þann mikla heiður í vikunni að fá að taka á móti tveimur dómurum frá Evrópsku þjónustuverðlaununum ECCCSA (European Contact Centre and Customer Service Awards).