Tips on hot water

How can we make better use of our hot water?

Varmaskiptar

Hvað eru varmaskiptar?

Varmaskiptar eru búnaður sem nýttur er annað hvort til hitunar eða kælingar. Hér á landi er slíkur búnaður iðulega nýttur til að færa varma úr heitu vatni úr borholum hitaveitu yfir í vatn sem nýtt er í hita- og neysluvatnskerfum húsa. Heitt borholuvatnið rennur þá eftir rásum í varmaskiptinum og hitar upp kalt vatn sem rennur í gegn um hann í aðskildum rásum.

Útfellingasteindir

Í hitaveituvatni frá lághitasvæðum geta myndast svokallaðar útfellingarsteindir, eins og t.d. kísill og kalsít, sem geta safnast upp í varmaskiptum og skert líftíma þeirra. Hversu mikið safnast fyrir í varmaskiptum ræðst af efnasamsetningu og hitastigi vatnsins á hverjum stað fyrir sig auk þess sem efnasamsetningin getur verið breytileg frá einu tímabili til annars. Veitur reyna alltaf að aðlaga sína vinnslu með það að markmiði að lágmarka myndun útfellingasteinda í dreifikerfi og varmaskiptum.

Tegundir varmaskipta

Fjöldi mismunandi tegunda varmaskipta eru til á markaðnum og flókið getur verið að velja hinn rétta. Varmaskiptarnir eru breytilegir í uppbyggingu og úr mismunandi málmi sem getur haft mikil áhrif á uppsöfnun útfellingarsteinda og tæringu í þeim. Ávallt ætti að leita til fagfólks og fá ráðgjöf um hvers konar varmaskiptir hentar best miðað við notkun og aðstæður á viðkomandi svæði.