Stöðin er nú komin í rekstur en framkvæmdir hófust þann 19. ágúst sl. Líkt og fram hefur komið höfum við þurft að opna svokallaða neyðarlúgu í stöðinni og hleypa ómeðhöndluðu skólpi út í sjó. Það gerðist í 9 mínútur í gær en hægt er að fylgjast með stöðunni á neyðarlúgum í rauntíma í Fráveitusjánni.
Verktaki mun aðstoða okkur við að vakta og hreinsa fjörur næstu daga og vikur.
Daði Jóhannesson og Hrefna Haraldsdóttir eru nýir deildarstjórar hjá Veitum.
Við fengum þann mikla heiður í vikunni að fá að taka á móti tveimur dómurum frá Evrópsku þjónustuverðlaununum ECCCSA (European Contact Centre and Customer Service Awards).