Samstarfsverkefni Veitna og nemenda í hönnun í Listaháskólanum fékk sérstaka viðurkenningu forseta Íslands í vikunni.
Verkefnið Tengja var unnið sumarið 2025 og snerist um betri nýtingu afgangsvarma í bakrás hitaveitukerfis höfuðborgarsvæðisins.
Veitur óska þeim Janek Beau, Max Greiner, Kötlu Taylor og Tuma Valdimarsyni innilega til hamingju með viðurkenninguna, en þau unnu verkefnið Tengja í sumarstarfi hjá Veitum. Nemendurnir hönnuðu bekki fyrir opin almenningssvæði sem nýta bakrásarhitann til að skapa aðstöðu fyrir samveru almennings a opnum svæðum. Bekkirnir eru hlýir og varpa ljósi á veitukerfin sem annars eru hulin neðanjarðar.
Bekkirnir eru staðsettir við kyndistöðia á Bæjarhálsi þar sem nú eru hleðslustöðvar og fólk getur því notið hlýrra bekkja úti við á meðan bílar eru hlaðnir.
Tengja er verkefni sem endurspeglar vel kjarnann í stefnu Veitna um nýsköpun, frumkvæði og öflugt samstarf.
Tengdar fréttir: Nýsköpun, list og nýting varma og Ný kynslóð rannsakenda á vef forseta Íslands

.jpg?width=3840&quality=75&branch=main)

Framundan eru boranir víða, frá Rangárþingi Eystra að Borg á Mýrum.
Veitur eru ekki að hækka hitaveitugjald heimilanna um 50%. Þessi túlkun byggir á því að horfa einungis á einn hluta gjaldskrárinnar sem er núna 15% af heildarreikningi. Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna fer yfir málin.„“