Íbúafundur var haldinn í Hveragerði 14. maí Í Skyrgerðinni.
Pétur Georg Markan bæjarstjóri opnaði fundinn og fjallaði um samstarfið við Veitur í Hveragerði. Hann notaði tækifærið og þakkaði Veitum fyrir aðstoðina til að takast á við áskoranir í neysluvatni bæjarins.
Sólrún framkvæmdastýra hélt kynningu á starfsemi Veitna í Hveragerði þar sem fyrirtækið rekur hitaveitu sem er að mörgu leyti einstök. Hún fór vel yfir helstu áskoranir hitaveitu í sveitarfélaginu og að lokum var opnað fyrir spurningar úr sal og myndaðist góð umræða.
Þann 27. maí er fyrirhugað að halda íbúafund í Ölfusi með sama sniði. Þá er stefnt að því að halda sambærilega fundi á Akranesi og Borgarnesi og halda svo áfram inn í haust og vetur með fleiri slíka fundi í ljósi góðrar reynslu af þeim fyrsta.

Pétur og Dagný Sif frá Hveragerðisbæ með Sólrúnu, Hauki og Bjarna frá Veitum.

Veitur hafa á undanförnum árum lagt aukna áherslu á þjónustuhlutverk sitt gagnvart heimilum, fyrirtækjum og sveitarfélögum. Orkuskiptin eru hluti af þeirri vegferð, enda eru þau eitt af stóru viðfangsefnum samtímans.
Veitur boða til íbúafundar á Akranesi til að eiga samtal við bæjarbúa um þjónustu fyrirtækisins í sveitarfélaginu.