Breytingarnar hafa í för með sér að 100 m2 íbúð svo dæmi sé tekið, greiðir 356 kr. meira á mánuði til Veitna fyrir raforku, kalt vatn og fráveitu, eða alls 4.276 kr. á ári. Meðalheimili með rafbíl greiðir 351 kr. meira á mánuði.
Stækkandi samfélag kallar á öflugt viðhald og miklar nýframkvæmdir til að mæta aukinni orkuþörf. Til að tryggja komandi kynslóðum örugga afhendingu og tengingu við rafmagn, heilnæmt vatn, hitaveitu og fráveitu er nauðsynlegt að gera breytingar á gjaldskrá til að standa undir nauðsynlegum framkvæmdum svo að íbúar og fyrirtæki á öllu veitusvæðinu njóti þessara ómissandi lífsgæða til framtíðar.
Gjöld vegna dreifingar raforku hækka um 1,11%. Þá er lækkun á flutningsgjaldi Landsnets um 6,67% en Veitur innheimta flutningsgjaldið fyrir hönd Landsnets. Heildarverð á kWh fer því úr 11,54 kr. í 11,52 kr. m/vsk. Jöfnunargjald hækkar um 27%
Breytingarnar hafa í för með sér að 100m2 íbúð greiðir kr. 12 meira á mánuði eða sem nemur kr. 140 á ári fyrir raforku. Sama heimili með rafbíl greiðir 7 kr. meira á mánuði.
Við vekjum athygli á því að verð fyrir raforkudreifingu er oft um helmingur rafmagnskostnaðar heimila til móts við raforkusölu sem er tilgreind á reikningi frá raforkusala. Gjöld fyrir raforkudreifingu skiptast svo í gjöld til Veitna, flutningsgjaldið sem Veitur innheimta fyrir Landsnet og svo jöfnunargjald og virðisaukaskatt.
Álögð vatnsgjöld hækka um 4,46% og byggist sú hækkun á breytingum á 12 mánaða byggingavísitölu. Notkunargjöld fyrirtækja hækka um 0,56% í samræmi við þriggja mánaða byggingarvísitölu.
Álögð fráveitugjöld hækka um 4,46%.
Verðskrá Veitna fyrir heitt vatn helst óbreytt. Sjá nánar breytingar hitaveitu frá 1. desember Breytingar á verðskrá Veitna
Þjónustugjöld haldast óbreytt.

Nánar um verskrár Veitna: verðskrár