Stór hluti viðskiptavina Veitna er nú kominn með snjallmæli sem mælir raunverulega notkun rafmagns- og heits vatns í hverjum mánuði í stað reikninga sem byggðu á áætlaðri notkun. Viðskiptavinir fá þar með upplýsingar strax um hvað verið er að nota mikið af heitu vatni og rafmagni.
Þessu fylgir að gjalddagi reikninga verður uppfærður til samræmis.
Viðskiptavinir munu framvegis fá rafmagns- og hitaveitureikninga Veitna 8.-13. hvers mánaðar með gjalddaga þann 20. sama mánaðar. Heimili fá reikninga með eindaga í upphafi næsta mánaðar, eða 13 dögum eftir gjalddaga. Fyrirtæki fá hins vegar reikninga með eindaga þann 20. hvers mánaðar.
Ástæðan fyrir breytingunni er að við erum að færa reikningana sem næst raunverulegri notkun. Þannig fá íbúar og fyrirtæki reikning fyrir notkun síðastliðins mánaðar og fá þá eins fljótt og hægt er reikning fyrir notkuninni. Strax um miðjan nóvember fá heimilin reikning fyrir októbernotkun með eindaga í byrjun desember. Þannig er beinni tenging milli raunverulegrar notkunar hvers mánaðar og reiknings sem berst næst á eftir. Reikningar eru breytilegir milli mánaða þar sem rukkað er fyrir raunnotkun, en þeir eru hærri að vetri og lægri að sumri.