Veitur þurfa að ráðast í nauðsynlega endurnýjun á lögnum við Háaleitisbraut 125-149 og við Fellsmúla, til að tryggja öruggan aðgang að heitu og köldu vatni og rafmagni. Núverandi hitaveitulagnir eru frá árinu 1964.
Heildarverkefnið nær frá byrjun mars til loka september. Framkvæmdirnar hefjast við Háaleitisbraut 125 og unnið verður að Háaleitisbraut 149. Þaðan verður farið í Fellsmúlann og komum við til með að þurfa að þvera hann um tíma. Við munum leggja okkur öll fram við að lágmarka tímann sem fer í að þrengja götuna og takmarka umferð. Viðeigandi merkingar sem kynna hjáleiðir gangandi og akandi vegfarenda verður komið upp á svæðinu til að tryggja öryggi.
Gera má ráð fyrir talsverðu jarðraski og aukinni umferð vinnuvélaá meðan áframkvæmdunum stendur. Leitast verður við að ganga hratt til verks til að tryggja að óþægindi verði sem minnst fyrir íbúa.
Háaleitisbraut-Fellsmúli
1 mars til 30 september 2023
Kolbeinn Björgvinsson
Berg Verktakar
Hnit, Kristjón Jónsson