Um verkefnið: Mikil uppbygging er á Orkureitnum á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar. Vegna þessa þurfa Veitur að færa stofnlagnir og dreifistöð rafmagns. Á verktímanum þarf að loka akrein á Grensásvegi frá Suðurlandsbraut að Ármúla og ekki verður hægt að beygja inn í Ármúla frá Grensásvegi.
Hjáleiðir verða settar upp og áhersla lögð á öryggi vegfarenda.
Vinnusvæði: Við Orkureit meðfram Grensásvegi og Ármúla.
Tímaáætlun: Febrúar-mánaðarmóta maí-júní 2024. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir verklokum í lok júní.
Verkefnastjóri Veitna: Hákon Róbert Jónsson
Samskipti varðandi framkvæmdina: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna
Uppfært 21.6.2024: Upp komu erfiðleikar við lögnina vegna úrhellisrigningar sem gerð í vikunni. Það mun tefja verkið enn frekar þó kapp sé lagt á að klára það sem allra fyrst.
Uppfært 22.5.2024: Framkvæmdir taka lengri tíma en áætlað var. Afnotaleyfi á svæðinu hefur verið framlengt til 30. júní. Auk þess verður nú annarri af tveimur beygjuakreinum til vesturs á Suðurlandsbraut frá Grensásvegi lokað í viku til að hægt sé að koma vinnuvélum á svæðið og koma lögnum fyrir.
Uppfært 28.2.2024: Strætó setur upp tímabundna stoppistöð við Ármúla 18 og 20 fyrir fólk sem annars tæki strætó við Suðurlandsbraut á leið að Grensás.