Upp hefur komið bilun í hreinsistöð fráveitu á Varmalandi. Vegna bilunarinnar er skólpvatn frá Varmalandi nú leitt framhjá hluta af hreinsibúnaðinum. Skólpvatnið fer nú einungis í gegnum setþró og þaðan út á yfirfall.
Yfirfallið rennur í skurð samhliða veginum (sjá mynd). Þetta gerir það að verkum að yfirfallsvatnið er ekki hreinsað nánar eins og í ótrufluðum rekstri. Það þýðir að vatnið inniheldur hærri styrk af svifögnum, næringarefnum og saurkólígerlum.
Íbúum er bent á að halda sig frá skurðinum vegna þessa.
Heilbrigðiseftirlitið er upplýst. Unnið er að útfærslu á bráðabirgðaviðgerð á einingunni til að koma henni sem fyrst aftur í rekstur.
Uppfært 17.9.: Viðgerð á hreinsistöðinni er lokið og hún því í eðlilegum rekstri að nýju.
Uppfært 4.9.: Sá búnaður sem þarf til að lagfæra hreinsistöðina tekur því miður lengri tíma að koma til landsins en gert var ráð fyrir. Stöðin verður því á yfirfalli þar til í lok september.
Uppfært 26.8.: Unnið er að undirbúningi viðgerðar og gert ráð fyrir að búnaður berist í lok vikunnar. Stöðin er því enn á yfirfalli út í skurð þar til því lýkur.