Uppfært 21:17 - Viðgerð lokið og allir eiga vera komið með kalt vatn
Uppfært 18:29 - Enn er verið að vinna í viðgerð, Áætlað er að vatn verði hleypt á um 22:00
Uppfært 17:10 - Vegna óviðráðanlegra aðstæðna tefst lokunin fram á kvöld
Uppfært 13:20 - Vegna óviðráðanlegra aðstæðna tefst lokunin til klukkan 16:00 í dag.
Vegna viðgerðar verður kaldavatnslaust við Rauðarárstíg og nágrenni mið 6. nóvember 09:30 - 13:00. Sjá nánar á korti.
Við vörum þig við slysahættu vegna þess að einungis kemur heitt vatn úr blöndunartækjum.
Þurfirðu neysluvatn meðan á kaldavatnsleysinu stendur, geturðu notað vatn úr heita krananum og kælt það. Brennisteinninn í vatninu getur valdið sumum óþægindum en er skaðlaus.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.