Lauga­vegur 25-27, Reykjavík

- .

Veitur endurnýja regnvatnslagnir, raflagnir og leggja heimlagnir.

Smelltu hér til að stækka mynd

Verkefnið: Veitur endurnýja regnvatnslagnir í botnlanga milli Laugavegs 25 og 27. Þannig má koma í veg fyrir að regnvatn leiti i kjallara og valdi tjóni.
Samtímis verða lagðar heimlagnir rafmagns, fráveitu og hitaveitu í botnlanga á milli Laugavegar 25 og Laugavegar 27. Einnig munu Veitur endurnýja rafstrengi að dreifistöð við Hverfisgötu 40. Þvera þarf Laugaveg til að komast að rafmagnskassa við Laugaveg 28. Fleyga þarf klöpp í holu sem grafin er í sundinu og munu íbúar og rekstraraðilar verða vör við það. Áætlað er að sá hluti verksins taki um 7-10 daga.
Veitur biðjast velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdin kann að valda.

Vinnusvæði: Laugavegur 25-27 og Laugavegur 26-28.

Tímaáætlun: 10.5.-15.06.2023.

Verkefnastjóri: Sveinbjörn Hólmgeirsson

Samskipti varðandi framkvæmdina: Silja Ingólfsdóttir á þjónustusviði Veitna


Verktaki: Garðyrkjuþjónustan ehf.


Umsjónamaður framkvæmdar: Árni Ólafsson