Um verkefnið: Dreifikerfi vatnsmiðla verður framlengt og endurnýjað til að tengja nýja notendur á svæðinu. Samtímis verða heimlagnir endurnýjaðar í einstaka byggingum þar sem þess gerist þörf.
Uppfært 7.5.2024: Á laugardaginn, 11. maí, verða Klettagarðar þveraðir í einn til tvo daga við gangbrautina þar sem komið er að Korngörðum frá Sundagörðum. Gatan verður því lokuð á þessum stað (sjá mynd) og áætlað er að það taki einungis um einn dag. Skurðinum verður lokað strax að loknu verki, en malbikað verður seinna.
Uppfært 3.5.2024: Nú er verið að loka botnlanganum sem liggur að Korngörðum 12. Gera má ráð fyrir að sú lokun standi fram í næstu viku.
Tímaáætlun: Maí 2024- sept 2024. Uppfærð áætlun: Apríl til byrjun júní 2024.
Vinnusvæði: Í götunni Korngörðum, frá botnlanga við Korngarða 11-13, og yfir Klettagarða.
Verkefnastjóri Veitna: Hákon Róbert Jónsson
Samskipti vegna verkefnis: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna