Um verkefnið: Veitur endurnýja flutningslögn hitaveitu sem flytur heita vatnið m.a. á Kjalarnes. Lögnin eykur rekstraröryggi á svæðinu og mætir þörfum íbúa og rekstraraðila.
Silfursléttu þarf að loka um tíma, en hjáleiðir verða settar upp og áhersla lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks.
Veitur ganga frá yfirborði að framkvæmd lokinni í samstarfi við Reykjavíkurborg.
Uppfært 15.10. 2024: Verið er að klára framkvæmdir við þann hluta sem vinnst á árinu. Stuttu eftir mánaðarmót verður lögnin tengd til að tryggja afhendingu heita vatnsins á Kjalarnes í vetur. Á tengideginum verður heitavatnslaust á öllu Kjalarnesi og nágrenni í 12-14 klukkustundir og það verður tilkynnt sérstaklega.
Uppfært 19.9.2024: Ákveðið hefur verið að fresta þeim hluta verksins sem er næst ánni og yfir hana. Það verður þá unnið næsta vor.
Vinnusvæði: Iðnaðarsvæði á Esjumelum og gróið landsvæði að Leirvogsá.
Tímaáætlun: Maí fram í miðjan nóvember 2024. Vorið 2025 verður unnið nálægt ánni.
Verkefnastjóri Veitna: Hörður Jósef Harðarson
Verktaki: Stéttarfélagið
Umsjón og eftirlit: Kjartan Ó Kjartansson, Hnit Verkfræðistofa