Trana­vogur, Reykjavík

- .

Veitur í samstarfi við Reykjavíkurborg byggja upp innviði

Um verkefnið: Veitur í samstarfi við Reykjavíkurborg eru að styrkja dreifikerfið vegna uppbyggingar í Vogabyggð. Leggja þarf fráveitu-, vatnsveitu-, hitaveitu- og raflagnir.

Unnið verður í nokkrum áföngum á svæðinu. Þegar tengja þarf nýjar lagnir við kerfið mun þurfa að loka fyrir vatn og/eða rafmagn, en það er ávallt tilkynnt sérstaklega og með fyrirvara.

Það verður byrjað á því að leggja fráveitulagnir, þar sem vinnusvæði er merkt á mynd. Seinni áfangi verður unninn í tveimur áföngum.

Gera má ráð fyrir einhverjum lokunum á götum en hjáleiðir verða settar upp og áhersla lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks.

Uppfært 15.11.2024: Malbikun á gatnamótunum er lokið og búið að opna fyrir umferð um Dugguvog. Á næstu vikum má gera ráð fyrir þrengingum á götunni á meðan gengið er frá gangstéttum.
Uppfært 20.9.2024:
Á næstunni verður gatnamótum Dugguvogs og Tranavogs lokað fyrir umferð og hjáleið verður um Súðavog. Gera má ráð fyrir að gatnamótin verði lokuð fram í desember.
Vinnusvæði:
Tranavogur - sjá nánar á mynd.

Tímaáætlun: 1.ágúst til 15. desember 2024
Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir að verkinu ljúki fyrir lok desember 2024.

Verkefnastjóri Veitna: Ólafur Þór Rafnsson

Samskipti fyrir hönd Veitna: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna

Hvernig getum við aðstoðað þig?