- .
Endurnýjun háspennustrengja
Um verkefnið: Gamlir háspennustrengir eru endurnýjaðir á svæðinu til að tryggja afhendingaröryggi.
Hjáleiðir verða settar upp þar sem við á og áhersla lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks.
Rafstrengir liggja fremur grunnt í jörðu og skurðir sem fylgja slíku verki eru því hvorki djúpir né breiðir.
Gengið verður frá yfirborði að verki loknu.
Uppfært 25.11.2024: Við nánari skoðun kom í ljós að búnaður sem nýju strengirnir tengjast er gamall og var því ráðist í endurnýjun á honum í leiðinni. Það hefur tafið verkið en því lýkur í vikunni.
Tímaáætlun: Miður september og fram í lok október. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir lokum fyrir mánaðarmót nóv-des.
Vinnusvæði: Í gangstétt í Brautarholti milli Stórholts og Stúfholts og í Þverholti frá Stórholti og framhjá húsi númer 14.
Verkefnastjóri Veitna: Finnbogi Karlsson
Samskipti varðandi framkvæmdina: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna
Verktaki: PK Verk
Eftirlit: Bóas Eiríksson frá Lotu