- .
Styrking á rafdreifikerfi
Um verkefnið: Styrkja þarf rafdreifikerfið fyrir Mosfellsbæ með lagningu á háspennustreng frá Korputorgi að Dælustöðvarvegi. Strengurinn verður lagður frá maí til nóvember árið 2025.
Loka þarf göngu- og hjólastíg tímabundið sumarið 2025, frá bílastæði við gönguleið á Úlfarsárfell að hringtorgi við Skarhólabraut6. Hjáleiðir eru ekki mögulegar þar vegna gróðurs.
Loftlína meðfram Vesturlandsvegi við rætur Úlfarsárfells verður aflögð og fjarlægð í lok framkvæmda snemma á árinu 2026. Slíkt hentar best að gera þegar frost er í jörðu.
Áhersla er lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks og gengið frá öllu yfirborði að framkvæmdum loknum.
Vinnusvæði: Meðfram Vesturlandsvegi frá Korpu að Dælustöðvarvegi meðfram Skarhólabraut.
Tímaáætlun:
Maí til nóvember 2025 verður strengurinn lagður og gengið frá yfirborði
Janúar til maí 2026 verður loftlínan fjarlægð
Verkefnastjóri Veitna: Guðmundur S. Sigurgeirsson
Samskipti: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna