- .
Endurnýjun fráveitu og hitaveitu
Um verkefnið: Framkvæmdir eru tvíþættar. Annars vegar áframhaldandi vinna við endurnýjun fráveitulagna við Lautarveg og Skógarveg. Hins vegar er það áframhaldandi vinna við endurnýjun og stækkun hitaveitulagna við Fossvogsveg.
Fossvogsvegur verður botnlangi á meðan framkvæmdum stendur, en íbúar komast ávallt leiðar sinnar og aðgengi gangandi og hjólandi vegfarendar er tryggt allan tímann. Hjáleiðir verða settar upp og áhersla lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks.
Uppfært 17.10.2024: Tafir hafa orðið á vinnu við Lautarveg. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir lokum vinnu og yfirborðsfrágangi um miðjan nóvember. Vinnu á Fossvogsvegi er lokið og verktaki að ganga frá á svæðinu.
Uppfært 16.9.2024: Ákveðið hefur verið að fresta framkvæmdum við seinni áfanga Fossvogsvegar þar til vorið 2025 til að vetarveður hafi ekki neikvæð áhrif á lagnavinnu og að skurður sé opin yfir háveturinn. Þess í stað verður kapp lagt á að ljúka verkinu við Lautarveg fyrir veturinn.
Uppfært 27.8.2024: Fyrri áfangi á Fossvogsvegi er að klárast. Þar á eftir að setja upp og ganga frá ljósastaurum. Þá verður skurðinum lokað og gengið frá yfirborði. Endanlegur yfirborðsfrágangur gæti beðið þar til að vinnu er lokið í heild sinni.
Þegar opnað verður fyrir umferð frá Klifvegi að Kjarrvegi hefst vinna í seinni áfanga. Þá verður unnið á svæðinu frá Kjarrvegi að Markarvegi. Áætlað er að vinnu ljúki í lok október.
Á Lautarvegi er þessa dagana grafið fyrir fráveitulögn. Líkt og vill gerast í stórum framkvæmdum þá geta komið upp hnökrar þegar skurðir hafa verið opnaðir. Á næstunni verða gerðar tengingar á nýjum lögnum, en íbúar ættu ekki að finna fyrir því þar sem svæðið fær þá vatnið annars staðar frá.
Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdum og frágangi á yfirborði ljúki um miðjan október.
Nánari upplýsingar um framkvæmd við Lautarveg og nánari upplýsingar um framkvæmd við Fossvogsveg.
Vinnusvæði: Í göngustíg vestan við Lautarveg og á Fossvogsvegi á milli Markarvegar og Klifvegar, en þar verður unnið í tveimur áföngum.
Tímaáætlun: Uppfærð 27.8.2024
Lautarvegur: 3.6. – 15.10.2024
Fossvogsvegur: 3.6.- 30.10.2024
Verktaki: Þróttur ehf.
Verkefnastjórar Veitna: Sigríður Sif Magnúsdóttir (Fossvogsvegur) og Sveinbjörn Hólmgeirsson (Lautarvegur)
Samskipti annast Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna