- .
Endurnýjun og styrking á dreifikerfi
Um verkefnið: Framkvæmdir eru tvíþættar og skiptast á milli ára.
Áhersla er lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks og að verki loknu verður gengið frá öllu yfirborði.
Árið 2025 verður unnið í gangstétt þar sem lagður verður sver háspennustrengur til að auka afhendingaröryggi rafmagns í Mosfellsbæ. Verkið er hluti af stærra verkefni þar sem strengir eru lagðir frá aðveitustöðinni við Korpu.
Unnið verður í gangstétt og skurðurinn opinn langleiðina allan tímann á meðan unnið er. Það er mikilvægt að strengurinn sé lagður í heilu lagi til að að hann endist sem best.
Árið 2026 verður unnið hinu megin í götunni og þar verður vinnusvæðið töluvert umfangsmeira. Þar verður hluti af Reykjaæð endurnýjaður, en það er stór hitaveitulögn sem sér hluta af höfuðborgarsvæðinu fyrir heitu vatni.
Á meðan hitaveitulögnin er lögð er líklegt að önnur akreinin í Dælustöðvarvegi lokist, en aðgengi verður þó tryggt allan tímann.
Veitur hafa ígrundað það vel hvort hægt sé að vinna þetta í sama skurðinum, en vegna stærðar beggja lagna er það ekki ráðlegt. Hitaveitulögnin er fyrirferðarmikil og öryggissvæðið fyrir rafstrenginn kemur í veg fyrir að mögulegt sé að sameina verkin.
Vinnusvæði:
2025 er unnið í gangstétt nær Furu- og Grenibyggð
2026 er unnið í gangstétt og akrein nær Krókabyggð
Tímaáætlun:
2025: 15 júní - 1 september
2026: 1 apríl - 1 október
Verkefnastjórar Veitna: Guðmundur S. Sigurgeirsson (2025) og Sigríður Sif Magnúsdóttir (2026)
Samskipti: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna