- .
Lagfæring á borholu hitaveitu
Um verkefnið: Veitur vinna að lagfæringu á þessari mikilvægu borholu hitaveitunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í borholunni er búnaður sem teppir flæði vatnsins og brýnt að gera ráðstafanir til að ná búnaðinum upp úr holunni. Veitur hafa unnið á svæðinu á síðustu tveimur árum, sjá hér, en verkið er flókið og hefur ekki gengið sem skyldi að ná búnaðinum upp úr holunni.
Í heildina er gert ráð fyrir tveggja vikna vinnu á staðnum, en inni í þeim tíma er uppsetning búnaðar.
Gera má ráð fyrir aukinni umferð við vinnusvæðið og ónæði verður eitthvað af vinnunni, en mun minna en árið 2023 þegar stór bor var á staðnum við vinnu.
Tímaáætlun: Lok mars og fram í miðjan apríl 2025.
Umsjón: Indriði Hauksson
Samskipti: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna