Bólstað­ar­hlíð, Reykjavík

- .

Veitur endurnýja hitaveitulagnir

Um verkefnið: Við leikskólann liggja gamlar hitaveitulagnir sem hafa bilað og til að tryggja öryggi á svæðinu verða lagðar nýjar lagnir meðfram lóðinni og þær gömlu teknar úr notkun. Gangstétt á svæðinu verður grafin upp og þar lögð ný lögn.

Veitur leggja áherslu á öryggi vegfarenda og starfsfólks og settar verða upp hjáleiðir fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

Aðkoma að leikskólanum skerðist ekki á vinnutíma og hluti verksins verður unnin innan athafnasvæðis verktaka sem vinnur að stækkun leikskólans.

Vinnusvæði: Í gangstétt við enda Bólstaðarhlíðar og á lóð leikskólans Stakkahlíðar.

Tímaáætlun: Nóvember 2024

Verkefnastjóri: Ylfa Rakel Ólafsdóttir

Verktaki: Guðmundur Skúlason

Samskipti vegna verksins: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna

Hvernig getum við aðstoðað þig?