.
Niðurstöður úr sýnatökum Heilbrigðiseftirlits Vesturlands sem teknar voru í gær í dælustöð Veitna í Grábrókarhrauni komu vel út. Þær sýna engar skaðlegar örverur og vatnsgæðin því góð.
Uppfært: Niðurstöður úr sýnatökum Heilbrigðiseftirlits Vesturlands sem teknar voru í gær í dælustöð Veitna í Grábrókarhrauni komu vel út. Þær sýna engar skaðlegar örverur og vatnsgæðin því góð. Tilmæli sem Veitur gáfu út í varúðarskyni í gær, um að gott væri fyrir viðkvæma notendur á svæðinu frá Bifröst að Hamarslandi að sjóða neysluvatn, eru því ekki lengur í gildi.
Frétt frá 10.júlí
Aukning á gruggi varð í vatnsbóli Veitna í Grábrókarhrauni í kjölfar jarðskjálftans í gærkvöldi. Svona aukning getur minnkað vatnsgæði en verið er að taka sýni til staðfestingar. Í varúðarskyni er viðkvæmum neytendum bent á að sjóða neysluvatn til drykkjar en óhætt er að nota vatnið til annara þarfa. Vatnið er gegnumlýst til þess að koma í veg fyrir óæskilegar örverur en virkni lýsingar getur minnkað við aukið grugg.
Vatnsbólið þjónar Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. Borgarnes fær vatn frá Seleyri og Hafnarfjalli og ná tilmælin því ekki til íbúa og fyrirtækja í Borgarnesi.
Vatnsból Veitna í Grábrókarhrauni er viðkvæmara fyrir skjálftavirkni en önnur vatnsból okkar og hafa sérfræðingar Veitna verið að störfum í alla nótt. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands er að taka sýni til þess að staðfesta vatnsgæði og munu niðurstöður liggja fyrir á morgun.
Til að tryggja brunavarnir er ekki unnt að taka vatnsbólið úr rekstri.
Hér má sjá leiðbeiningar MAST um suðu neysluvatns. https://www.mast.is/is/neytendur/matareitrun/thegar-sjoda-tharf-neysluvatn-1#osodid-vatn
Increase in turbidity in our water source in Grábrókarhraun
There was an increase in turbidity in our water source in Grábrókarhraun following the earthquake last night. Such an increase may reduce water quality. Samples are being taken for confirmation. As a precaution, sensitive consumers are advised to boil drinking water for drinking, but it is safe to use the water for other purposes.
This affects Bifröst and Varmaland as well as a number of summer houses in the area (see map). Borgarnes receives water from other sources, so the recommendations do NOT cover residents and businesses in Borgarnes.
The water is disinfected with UV lamps to prevent unwanted micro-organisms, but the effectiveness can decrease with increased turbidity. The water source in Grábrókarhraun is more sensitive to seismic activity than our other water sources. Health Authority is taking samples to confirm the water quality and the results will be available tomorrow.
To ensure fire prevention, it is not possible to take the water source out of operation.