Safa­mýri, Reykjavík

- .

Götu lokað tímabundið

Vegna vinnu við lagnir þarf að grafa í Safamýri nálægt verslunarkjarnanum. Þá lokar Safamýri til móts við Fellsmúla eins og sést á mynd.

Vinna hefst um kl. 8.30 á föstudagsmorgun 21. febrúar og lýkur í síðasta lagi eftir hádegi mánudaginn 23. febrúar.

Hjáleiðir fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur verða tryggðar á staðnum og áhersla lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks.

Veitur munu ganga frá yfirborði að verki loknu, en hugsanlega þarf að bíða með endanlegan frágang þar til vorar. Þá verður frágangur til bráðabirgða til að tryggja öryggi.

Hvernig getum við aðstoðað þig?