- .
Gerð göngu- og hjólastíga og fráveitulagnir stækkaðar
Um verkefnið: Reykjavíkurborg í samstarfi við Veitur gera göngu- og hjólastíg meðfram Kringlumýrarbraut, frá þverun stígs yfir afrein/rampa sem tengir Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg að norðanverðu að fyrirhugaðri nýrri þverun stíga yfir rampa frá Kringlumýrarbraut að Suðurhlíð, gerð grjóthleðslu við hlið stíga. Einnig gerð hljóðgirðingar úr tré í samræmi við teikningar og fráveitulagnir.
Veitur endurnýja og stækka fráveitulagnir á svæðinu til að mæta þörf vegna fjölgunar íbúa.
Uppfært 27.8.2024: Verkið er vel á veg komið. Laga þarf eina lögn síðar í haust, en það verður gert án þess að loka stígum á svæðinu.
Vinnusvæði: Meðfram Kringlumýrarbraut frá Bústaðavegi að Suðurhlíð.
Tímaáætlun: janúar til júní 2024. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir að verkinu ljúki um miðjan september.
Verkefnastjóri Veitna: Sigríður Sif Magnúsdóttir
Samskipti fyrir hönd Veitna: Silja Ingólfsdóttir
Verktaki: D.ing-verk ehf.
Eftirlit: Stefán Ingi Björnsson hjá Verkfræðistofu Reykjavíkur