.
Afhending heita og kalda vatnsins gæti raskast lítillega
Vegna vinnu Landsnets verður rafmagnslaust á stóru svæði í Borgarfirði aðfaranótt miðvikudags 5.apríl kl. 01.30-02.30. Rafmagnsleysið getur mögulega orsakað smávægilegar truflanir á afhendingu heita og kalda vatnsins á meðan.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.