Reykja­hlíð, Mosfellsdal

- .

Veitur skipta út dælum til að auka framboð af heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins

Verkefnið: Veitur skipta út djúpdælum hitaveitu og byggja við dæluhúsin. Samtímis verður brúin yfir Norðurreykjaá fjarlægð og vegræsi sett í staðin. Vegurinn verður lokaður á meðan framkvæmd stendur. 

Framkvæmdinni er ætlað að auka getuna til að flytja heitt vatn til höfuðborgarsvæðisins og stuðla að meiri áræðanleika í kerfi hitaveitunnar.  

Gengið verður frá framkvæmdasvæði að verki loknu eins og það var fyrir, að undanskilinni brúnni sem verður fjarlægð og vegræsi sett í staðinn við Norðurreykjaá.  

Verksvæði: Frá dælustöð við enda vegarins að djúpdælunni sem sést efst á myndinni. Byrjað verður á brúnni yfir Norðurreykjaá og djúpdælum skipt út einni af annarri. Veginum verður lokað á meðan framkvæmd stendur.  

Tímabil: Áætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdin hefjist 5. júní og standi til 20. september. 

Verkefnastjóri Veitna: Sigurbjörn Hallsson 

Verktakar: Rafall ehf og Þróttur ehf 

Umsjónarmaður: Unnar Víðisson 

Hvernig getum við aðstoðað þig?