- .
Veitur í samstarfi við Reykjavíkurborg færa lagnir og lagfæra stíga
Verkefnið: Verkið á svæðinu felst annars vegar í endurnýjun og flutningi lagna út fyrir lóðamörk Nauthólsvegar 79 og 81 og hins vegar í gerð göngu- og hjólastíga meðfram Flugvallarvegi og Nauthólsvegi í legu nýrra lagna. Framkvæmdir eru komnar af stað og miðar ágætlega áfram. Undirgöngum undir Flugvallarveg verður lokað og steyptur gangnaendi fjarlægður að hluta.
ENDURNÝJUN OG FLUTNINGUR LAGNA
Verkið frá Flugvallarvegi 7 að gatnamótum Flugvallarvegar og Nauthólsvegar að innkeyrslu hótels er í aðalatriðum fólgið í endurnýjun lagna og nýlögnum Veitna. Grafið verður fyrir skurðum fyrir fráveitulagnir, kaldavatnslagnir, hitaveitulagnir, rafstrengi og fjarskiptalagnir. Jafnframt er grafið fyrir brunnum og tengiskápum.
HJÓLA – OG GÖNGUSTÍGUR
Á Nauthólsvegi frá Flugvallavegi að Nauthól verða lagðir göngu- og hjólastígar. Jarðvegsskipt verður undir stígum. Einnig er um að ræða breytingu á köntum Flugvallarvegar og gerð þverunar með upphækkaðri steinlögn á þeim kafla.
Verkið er jafnframt fólgið í endurnýjun og nýjum lögnum Veitna. Skurðir verða gerðir fyrir fráveitulagnir, kaldavatnslagnir, hitaveitulagnir, rafstrengi og fjarskiptalagnir.
Nánari upplýsingar eru á vef Reykjavíkurborgar.
Vinnusvæði: Frá Flugvallarvegi 7 að gatnamótum Flugvarllarvegar og Nauthólsvegar að innkeyrslu hótels.
Tímaáætlun: Frá 20. júní til 15. október 2023
Verkefnastjóri Veitna: Ingimar Guðmundsson
Verktaki: Steingarður ehf
Umsjónamaður framkvæmdar: Rúnar Gísli Valdimarsson, Mannvit.