Þver­ársel og Þúfu­sel, Reykjavík

- .

Veitur leggja nýja kaldavatnslögn

Um verkefnið

Lokið verður við hringtengingu vatnsveitulagna á svæðinu. Það eykur rekstraröryggi vatnsveitu á svæðinu og þýðir að hægt sé að þjónusta íbúa þó að svo illa fari að lagnir annars staðar í nágrenninu bili.

Göngustíg við enda Þverársels verður lokað á meðan framkvæmdum stendur og á tímabili verður lokað fyrir bílaumferð í Þúfusel og við enda Þverársels.

Verkefnið er hluti af samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Veitna við gatnagerð og veitulagnir við Álfabakka.

Uppfært 28.5.2024: Verið er að undirbúa þrengingu á botnlanganum innst. Þar verður hægt að aka framhjá skurði, en vissulega verður þröngt. Gengið verður frá yfirborði að verki loknu.
Uppfært 3.5.2024:
Undirbúningur er nú í fullum gangi og vinna hefst vikuna 13.-17. maí.

Tímaáætlun: Gert er ráð fyrir að verkið taki um fjórar vikur í heild sinni.

Verkefnastjóri Veitna: Kolbeinn Björgvinsson

Verktaki: Bjössi ehf.
Umsjónamaður verks: Gautur Þorsteinsson, VBV.

Hvernig getum við aðstoðað þig?