.
Kaldavatnslaust er vegna bilunar
Uppfært kl. 12.20: Nú ætti vatnið að vera komið á aftur hjá íbúum austan Kringlumýrarbrautar. Íbúar sem ekki eru komnir með kalda vatnið að nýju eru beðnir að hafa samband við þjónustuvakt Veitna í síma 516 6000 (velja 3).
Uppfært kl. 10.25: Búið er að staðsetja lekann. Íbúar austan megin Kringlumýrarbrautar ættu að fá aftur kalda vantið til sín fyrir hádegi. Það getur tekið nokkra stund fyrir vatnið að ná fullum þrýstingi að nýju.
Vegna bilunar er kaldavatnslaust í Fossvogi og nágrenni .
Verið er að leita að bilun að svo stöddu og koma nánari upplýsingar hér eftir því sem máið skýrist.
Við vörum þig við slysahættu vegna þess að einungis kemur heitt vatn úr blöndunartækjum. Ef þú þarft að sturta niður úr salerninu geturðu notað til þess heita vatnið.
Þurfirðu neysluvatn meðan á kaldavatnsleysinu stendur, geturðu notað vatn úr heita krananum og kælt það. Brennisteinninn í vatninu getur valdið sumum óþægindum en er skaðlaus.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.