- .
Vegna skipulagðrar uppbyggingar í Vogabyggð verður byggð ný dælustöð fráveitu í Naustavogi.
Smelltu hér til að sjá stærri mynd
Verkefnið
Vegna skipulagðrar uppbyggingar í Vogabyggð verður byggð ný dælustöð fráveitu í Naustavogi.
Hin nýja stöð mun rísa við Naustavog 15a, þar sem Snarfari, félag sportbátaeigenda hefur áður haft svæði til umráða. Verkefninu er skipt niður í 4 áfanga sem eru eftirfarandi;
Vinnusvæðið
Við smábátahöfn Snarfara við Naustavog.
Tímaáætlun:
Heildarverklok er áætluð febrúar 2024.
Hvernig gengur?
Uppfært 7.3.2024: Fyllingarvinnu er lokið. Eftir á að fjarlægja vinnubúðir og frágangi niður við sjávarmál er ólokið. Áætlað er að ljúka þeirri vinnu fyrir páska.
Uppfært 22.12.2023: Vinnu miðar vel áfram. Þessa dagana er verið að hefja tengingar nýju dælustöðvarinnar við nýjan brunn. Sú vinna tekur um þrjár vikur með leka- og þrýstiprófunum. Að því loknu verður hægt að byrja að loka skurðum á svæðinu. Áætlun um verklok eru enn um lok febrúar 2024.
Uppfært 15.8.2023: Við niðurrif gömlu dælustöðvarinnar við Gelgjutanga þarf að beita höggbor og því fylgir töluverður hávaði. Áætlað er að sú vinna hefjist 28. ágúst og standi til 8. september.
Uppfært 14.8.2023: Veitur hafa nú tengt nýju dælustöðina við Naustavog við fráveitukerfið og bráðabirgðadælur sem settar voru upp í sumar hafa verið teknar úr notkun.
Undirbúningur er hafinn á hreinsun og dælustöðvarinnar við Gelgjutanga áður en hún verður endanlega fjarlægð og nýr móttökubrunnur fráveitu byggður. Nýji brunnurinn verður neðanjarðar en lok hans nemur við yfirborð. Á sama tíma munum við endurnýja eldri fráveitulagnir við stöðina.
Framkvæmdunum fylgir töluvert rask í nágrenninu enda liggja nýi brunnurinn og lagnirnar djúpt í jörðu. Ástandið er þó tímabundið og áætlað er að öllum framkvæmdum ljúki í desember.
Uppfært 7.6. 2023: Nú vinna Veitur að undirbúningi þess að færa dæluvirknina af gömlu dælustöðinni og yfir á þá nýju án þess að neyðarlúga opnist á meðan og án þess að hökt verði á mikilvægu flæði skólps og vatns sem flæðir um stórar lagnir undir yfirborðinu alla daga. Bráðabirgðadælur verða settar upp við nýju dælustöðina sem nýttar verða á meðan verið er að tengja hana. Þeim getur fylgt eitthvað ónæði.
Íbúar í nágrenninu verða vör við þessa vinnu, en aðallega vegna umsvifa á byggingarsvæðinu og mögulega ónæðis vegna ofangreindrar bráðabirgðalausnar.
Síðla sumars munu verktakar á vegum Veitna hefjast handa við niðurrif gömlu dælustöðvarinnar við Gelgjutanga. Því mun fylgja töluvert rask í nágrenninu og stórir skurðir. Áætlað er að niðurrifi ljúki í lok nóvember.
Verkefnastjóri Veitna:
Einar Waldorff