Háaleit­is­braut-­Fells­múli

- .

Endurnýjun á lögnum við Háaleitisbraut 125-149 og við Fellsmúla

Smelltu hér til að sjá stærri mynd

Verkefnið: 

Veitur þurfa að ráðast í nauðsynlega endurnýjun á lögnum við Háaleitisbraut 125-149 og við Fellsmúla, til að tryggja öruggan aðgang að heitu og köldu vatni og rafmagni. Núverandi hitaveitulagnir eru frá árinu 1964.

Heildarverkefnið nær frá byrjun mars til loka september. Framkvæmdirnar hefjast við Háaleitisbraut 125 og unnið verður að Háaleitisbraut 149. Þaðan verður farið í Fellsmúlann og komum við til með að þurfa að þvera hann um tíma. Við munum leggja okkur öll fram við að lágmarka tímann sem fer í að þrengja götuna og takmarka umferð. Viðeigandi merkingum sem kynna hjáleiðir gangandi og akandi vegfarenda verður komið upp á svæðinu til að tryggja öryggi.

Gera má ráð fyrir talsverðu jarðraski og aukinni umferð vinnuvéla á meðan framkvæmdunum stendur. Leitast verður við að ganga hratt til verks til að tryggja að óþægindi verði sem minnst fyrir íbúa.

Vinnusvæði: 

Háaleitisbraut-Fellsmúli

Tímaáætlun: 

1 mars til 30 september 2023

Uppfært 5.9.2023: Framkvæmdir hafa gengið að mestu eftir áætlun. Nú er unnið í yfirborðsfrágangi. Á næstunni þarf að grafa einstaka holur til að aftengja gamlar lagnir og taka þær endanlega úr rekstri. Því má búast við að sjá það á svæðinu. Veitur munu ganga frá yfirborði við holurnar að verki loknu.

Íbúum er þakkaður skilningurinn og gott samstarf á meðan framkvæmdum stóð.

Uppfært 24.7.2023: Frekari tafir hafa orðið, en það má gera ráð fyrir því að Fellsmúli opni í þessari viku, þ.e. vikunni 24.7 - 28.7.

Uppfært 28.6.2023: Tafir hafa orðið á vinnu við Fellsmúla sem gerir það að verkum að hann verður lokaður til 10.7.

Uppfært 16.6.2023: Framkvæmdin gengur samkvæmt áætlun og nú er komið að Fellsmúlanum þar sem lagnir þvera götuna.
Lokað verður fyrir umferð frá Fellsmúla 6 og að gatnamótum við Háaleitisbraut frá mánudeginum 19. júní 2023. Gert er ráð fyrir að lokun standi yfir í tvær vikur. Hjáleiðir verða merktar og mikið lagt upp úr öryggi allra vegfarenda og starfsfólks.
Veitur leggja kapp á að lokunin standi sem styst og verkið gangi hratt og örugglega fyrir sig.

Uppfært 8.6.2023: Búið er að tengja nýjan stofnlegg hitaveitu sem liggur á grassvæði frá norðri til suðurs á lóð fjölbýlishúsanna við Fellsmúla 13-15 og Háaleitisbraut 121-123. Á næstu dögum verða lagðar heimæðar í ákveðin hús á svæðinu. Vikuna 12.-16. júní verður hafist handa við uppgröft frá miðju bílaplani Háaleitisbrautar 151-155 og haldið áfram með þá skurði að Fellsmúla. Framkvæmdir eru á áætlun. Veitur munu ganga frá öllu yfirborði að loknum framkvæmdum í heild sinni.

Uppfært 10.5.2023: Framkvæmdum miðar vel áfram og samkvæmt áætlun. Verklok eru áætluð í lok september og þar með yfirborðsfrágangi. Stefnt er að því að nauðsynleg þverun Fellsmúla, og þar með lokun í báðar áttir, verði um hásumarið þegar umferð er sem minnst um svæðið. Þannig lágmörkum við truflun á umferð gangandi og akandi vegfarenda. Gera má ráð fyrir að sú vinna taki einhverja daga, en við stefnum að því að ljúka verkinu hratt og örugglega.

Uppfært 29.3.2023: Vegna veðurfars var ekki hægt að hefja framkvæmdir í byrjun mars líkt og áætlað var. Stefnt er að því að hefja þær fljótlega eftir páska.


Verkefnastjóri Veitna: 

Kolbeinn Björgvinsson

Verktaki: 

Berg Verktakar

Umsjónaraðili framkvæmdar: 

Hnit, Kristjón Jónsson




Hvernig getum við aðstoðað þig?