Leki á heita­vatns­lögn við Bústaðaveg

.

Heitavatnsbilun

Uppfært klukkan 18:35 - Búið er að laga lekann og það er byrjað að hleypa á heitavatnið.

Uppfært klukkan 18:20 -
Búið er að finna lekan og unnið er að viðgerð.

Uppfært klukkan 16:30. -
Verið er að afmarka lekann, búist er við lægri þrýsting á heitavatninu í Hlíðunum og nágrenni en heitavatnslaust í Skógarhlíð 16, 18 og 20 til að byrja með.

Uppfært klukkan 15:55 -
Vatnsleysi og/eða minni þrýstingur á hveitu vatni nær að Bolholti og nágrenni

Uppfært klukkan 15:15
-Búið er að stöðva lekann. Unnið er að viðgerð. Einungis örfá hús munu verða heitavatnslaus en íbúar í Hliðunum geta átt von á minni þrýstingi á heita vatninu  á meðan á viðgerð stendur. 


Leki á heitavatnslögn á Bústaðvegi á móti Skógarhlíð.

Starfsfólk Veitna er á staðnum að meta aðstæður og lokað verður fyrir heita vatnið. Verið er að greina svæðið sem mun verða heitavatnslaust á meðan á viðgerð stendur.  
Við munum uppfæra á vef eftir því sem fram vindur.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Hvernig getum við aðstoðað þig?