Orkureit­urinn Grensás, Reykjavík

- .

Veitur færa lagnir vegna uppbyggingar á Orkureit

Um verkefnið: Mikil uppbygging er á Orkureitnum á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar. Vegna þessa þurfa Veitur að færa stofnlagnir og dreifistöð rafmagns. Á verktímanum þarf að loka akrein á Grensásvegi frá Suðurlandsbraut að Ármúla og ekki verður hægt að beygja inn í Ármúla frá Grensásvegi.
Hjáleiðir verða settar upp og áhersla lögð á öryggi vegfarenda.

Vinnusvæði: Við Orkureit meðfram Grensásvegi og Ármúla.

Tímaáætlun: Uppfærð tímaáætlun 24.10.2024 gerir ráð fyrir verklokum um miðjan nóvember. Uppfærð áætlun 27.8. 2024 gerir ráð fyrir verklokum og endanlegum yfirborðsfrágangi um miðjan september. Uppfærð áætlun, 2.8.2024, gerir ráð fyrir verklokum í lok ágúst. Febrúar-mánaðarmóta maí-júní 2024. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir verklokum í lok júní.

Verkefnastjóri Veitna: Hákon Róbert Jónsson
Samskipti varðandi framkvæmdina: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna

Uppfært 7.11.2024: Búið er að tengja hitaveituna við kerfið og verið að ganga frá lögnunum. Skurðinum verður lokað í næstu viku og yfirborðsfrágangur verður kláraður fyrir lok mánaðar.
Uppfært 24.10.2024:
Þessa dagana er verið að klára að leggja hitaveitulögn í Ármúlanum. Hún verður tengd inn á kerfið 5. nóvember og í kjölfarið verður gengið frá öllu yfirborði og gatan opnuð á ný.
Uppfært 1.10.2024:
Framkvæmdin hefur tafist enn frekar. Vonir standa til að hægt verði að opna Ármúlann aftur í þessum mánuði, en verkið hefur rekist á fjölmargar áskoranir sem hafa tafið það sífellt lengur.
Uppfært 27.8.2024:
Framkvæmdir eru á lokametrunum. Unnið er að því að tryggja allar lagnir og legu þeirra til að hægt sé að loka skurðum endanlega og malbika. Gert er ráð fyrir að það klárist í næstu viku, en vissulega hafa komið upp erfiðleikar á svæðinu og því er uppfærð tímaáætlun til 17. september.
Uppfært 2.8.2024:
Frekari tafir hafa orðið á verkinu, en það er nú að komast á loka metrana. Þó er töluverð vinna eftir og nú er áætlað að henni ljúki að fullu með yfirborðsfrágangi í lok ágúst.
Uppfært 28.6.2024:
Framkvæmdir við Orkureitinn hafa tafist töluvert og óvænt atvik komið upp, enda svæðið þröngt og lagnir stórar og viðkvæmar. Verktakar og Veitur eru að gera allt sem mögulegt er til að klára verkið sem fyrst, en það er mikilvægt að vinna það vel og örugglega.
Uppfært 21.6.2024:
Upp komu erfiðleikar við lögnina vegna úrhellisrigningar sem gerði í vikunni. Það mun tefja verkið enn frekar þó kapp sé lagt á að klára það sem allra fyrst.
Uppfært 22.5.2024:
Framkvæmdir taka lengri tíma en áætlað var. Afnotaleyfi á svæðinu hefur verið framlengt til 30. júní. Auk þess verður nú annarri af tveimur beygjuakreinum til vesturs á Suðurlandsbraut frá Grensásvegi lokað í viku til að hægt sé að koma vinnuvélum á svæðið og koma lögnum fyrir.
Uppfært 28.2.2024:
Strætó setur upp tímabundna stoppistöð við Ármúla 18 og 20 fyrir fólk sem annars tæki strætó við Suðurlandsbraut á leið að Grensás.

Hvernig getum við aðstoðað þig?